▴ Stofan 2/2 ▴

Á sunnudagskvöldið skrifaði ég eftirfarandi: "Ég stend heldur betur við loforðin, og það á fyrsta degi vikunnar." Svo ekki orðinu meir, haha. En það er nú bara þriðjudagskvöld. Ekki svo slæmur árangur.

Byrjum á byrjuninni. Innflutningsdagur, 1. apríl 2011. Panell í loftinu, hangandi Rússar (the bad kind) og stofan virkar þrisvar sinnum minni. Myndin er líka minni, en það kemur málinu ekkert við.

24 tímum síðar. Loftið var málað hvítt og þvílíkur munur. Allt í drasli á þessari mynd en þið bara lítið fram hjá því.

Svo liðu tvö ár þar sem allskonar tilfæringar og breytingar á stofunni voru ekki myndaðar né skjalfestar. Um mitt ár 2013, eftir að ég fékk mér nýjan sófa, leit hún einhvernvegin svona út.

Og ef einhver er búinn að gleyma hversu frábær gamli sófinn minn var, gjöriði svo vel.

Þá hugsa ég að við séum stödd í lok febrúar 2014. Þá misstum við tímabundið vitið, stofan tekin í nefið samhliða því að stigaganginum var svo gott sem rústað og komið í ásættanlegt horf aftur.

Ég get reyndar ekki eignað mér neitt af breytingunum á stofunni. Hjalti minn hafði úrslita atkvæðið við valið á nýja skenkinum og tók svo alla málningarvinnuna að sér. Ég sat reyndar ekki aðgerðarlaus á meðan, halló múrbrot, halló spartl. Eftir að skenkurinn var kominn, en áður en að við máluðum leit þetta svona út. Afsakið svakalega léleg símamyndavélagæði. Já og Sigmund í sjónvarpinu.

Erfiðasta við þetta allt saman var að velja litinn á stofuna. Við sátum hérna í sófanum eitt kvöldið (þar sem ég sit/ligg núna) og ég hálf mumbla eitthvað hvort að það væri kannski næs að mála stofuna gráa. Hjalti greip þessa hugmynd heldur betur lofti og það var ekki aftur snúið. Ég hugsa að ég hafi eytt alla veganna 40 mínútum með litaprufunum í Húsasmiðjunni eftir að Hjalti var búinn að fara þangað og koma heim með 3 litaprufur sem voru allar hálf ómögulegar. Hversu erfitt er að finna gráan lit. 

Við enduðum á því að velja engan af ofangreindum litum. Heldur litinn sem er einum tóni ljósari heldur en efsta prufan í miðjunni. Hann heitir Morgendis og er nr. 9915 frá Jotun. Líkt og með baðherbergið og skrifstofuna þá tókum við litinn í supermöttu sem mér finnst koma frábærlega út. 

IMG_5739.jpg

Ég er mjög ánægð með útkomuna. Ég vildi fá alveg kaldan lit og þessi ætti að vera það enda alveg hrár grár (gott rím). Mér finnst ég samt sjá smá rauðan blæ á honum stundum, en ég held að það séu bara ljósin og parketið á plata mig. Næst verðum við kannski enn hugrakkari og förum einum tóni dekkra. 

En nóg af kjaftæði. Núna er komið að góða stöffinu. 

IMG_6572.jpg

Þetta skerpir svo á öllu! Listar og gluggar og listaverk verða þúsundsinnum fallegri eftir þessar breytingar.

Ohh hversu fallegt! Skennkurinn heitir Curat og er frá ILVA. Sagan af því hvernig við loksins fengum hann í hendurnar (í hendurnar, segir maður það kannski bara um börn?) er mjög löng og dramatísk og ég ætla því að hlífa ykkur við henni. Tímaritastandinn fékk ég fyrir um 2 árum í Habitat, á útsölu, fáránlega góð kaup. Nýjasta blómið, indjánafjöðrin, stendur á nýja uppáhalds hlutnum okkar, steyptum blómapotti (á hvolfi) sem er líka frá Habitat. Mögulega uppáhalds búðin mín.

Tímabundna heimili veggspjaldsins eftir hana Nynne Rosenvinge sem að ég fékk hjá Snúrunni.

IMG_5882.jpg

Ein í lokin, fyrir alla fyrir&eftir perrana.

fyrir&eftir.jpg

▴ Stofan 1/2▴

Skemmtilegar fréttir! UNDIR SÚÐ verður í smá innliti í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Það voru teknar myndir hér hátt og lágt í dag og ég hlakka mjög til þess að sjá útkomuna. Mæli með að allir næli sér í blaðið.

Þessi heimsókn minnti mig á að ég var aldrei búin að sýna ykkur myndir úr stofunni minni sem ég tók sama dag og Hús og híbýli komu við. Ég get því eiginlega ekki leyft ykkur að sjá stofuna eins og hún er eftir breytingarnar fyrr en að þið eruð búin að sjá hvernig hún var fyrir þær. Þannig að. Hér kemur þetta. Svo fái þið að sjá nýju myndirnar í næstu viku með smá forskoti á sunnudaginn.

Sjáiði fínu myndina okkar á veggnum? Nei, hélt einmitt ekki.

IMG_6164.jpg

Sótið á veggjunum er hinsvegar einstaklega áberandi. Lausnin? Mála yfir það.

IMG_6265.jpg

▴ hönnunarmars ▴

Af því að ég hef svo ótrúlega mikinn tíma til að blogga og almennt hanga á netinu ákvað ég, þegar mér bauðst það, að gerst penni í hjáverkum hjá Nordic Style Mag! Fyrsti pósturinn minn, umfjöllun um nýja materstellið frá Postulínu, JÖKLU, sem var frumsýnt á HönnunarMars birtist í dag.

Ég hvet ykkur eindregið til þess að kíkja yfir og skoða þessa frábæru síðu. Ég mun síðan skrifa fyrir blaðið tvisvar sinnum í mánuði... spennandi tímar.

Ég skoðaði ýmislegt fleira á HönnunarMars, hér eru smá sýnishorn af því besta.

VITI by Volki sýnt í Mengi.

1396130131.629432.IMG_6030.JPG

 í Epal - 30 hönnuðir kynna 60 nýjar vörur.

Triton Pendant Lamp  eftir Söndru Kristínu

Triton Pendant Lamp eftir Söndru Kristínu

RIGEL eftir  Bimmbamm 

RIGEL eftir Bimmbamm 

HulduHeimur  munsturlína innblásin af byggingum Guðjóns Samúelssonar eftir Maríu Rut Dýrfjörð

HulduHeimur munsturlína innblásin af byggingum Guðjóns Samúelssonar eftir Maríu Rut Dýrfjörð

Famlily frá  BYBIBI  eftir Sigríði Hjaltadal Pálsdóttur

Famlily frá BYBIBI eftir Sigríði Hjaltadal Pálsdóttur

BERG, nest of tables eftir  Færið  hönnunarstúdíó

BERG, nest of tables eftir Færið hönnunarstúdíó

Ljós og hitaplattar eftir  Ingu Sól Ingibjargardóttur

Ljós og hitaplattar eftir Ingu Sól Ingibjargardóttur

JOIN kertastjakar og geymslubox eftir  Marý

JOIN kertastjakar og geymslubox eftir Marý

Okta kollur eftir  Dagnýju Björgu 

Okta kollur eftir Dagnýju Björgu 

Ég sé núna að ég hef gleymt mér eitthvað í því að taka eftir því eftir hvern hver hlutur er. Ég fer í rannsóknarvinnu strax á morgun en núna er ég einfaldlega of lúin. Þangað til þá verður þetta að sleppa... (allar ábendingar einnig vel þegnar). 

▴Nynne Rosenvinge▴

Eins og þeir sem fylgjast með mér á Instagram vita þá erum við (ok, Hjalti) búin að mála stofuna okkar gráa (omg litur á veggina, það er alveg nýtt fyrir mér (já, grár er litur)). Við eigum mjög mikið að myndum og pósterum sem eru hvít í grunninn og almennt frekar litlaus þannig að þau sáust eiginlega ekki á hvítum veggjum. Þannig að grátt var það gæskan. 

Til þess að bæta enn í safnið af nánast litlausum listaverkum þá keypti ég mér veggspjald eftir hina hæfileikaríku Nynne Rosenvinge í Snúrunni. Snúran fyrir þá sem ekki vita er ný íslensk vefverslun sem opnar á morgun! Ég var svo óþreyjufull að ég fékk að sækja veggspjaldið fyrir formlega opnun. Frábær þjónusta. 

Mynd fengin frá Etsy síðu Nynne Rosenvinge

Mynd fengin frá Etsy síðu Nynne Rosenvinge

Nynne gerir allskonar fallegar myndir, mæli með því að þið skoði síðunna hennar. 

Veggspjaldið er í stærðinni A3 og það getur verið ansi snúið að finna ramma sem passa fyrir A3. Ég fór í Rammastúdíóið í Ármúla og fann þar stóran hvítan ramma. Hann var ekki sniðinn fyrir A3 en þau buðust til að skera fyrir mig karton sem passaði akkurat fyrir myndina. Á staðnum, klukkan fimm mínútur í lokun á laugardegi. Mæli með þeim. Annað, er það eitthvað djók hvað Ármúlinn er mikil snilld? Pottþétt uppáhalds gatan mín. 

Í framtíðinni er ætlunin að setja upp fallegan myndavegg á veggnum hliðina á sjónvarpinu, en eins og allir vita þá tekur það að meðaltali 2,3 ár að hengja upp myndir þannig að þangað til þá, þá fær myndin mín fallega að sitja á hillunni hinu megin í stofunni. Sker sig fallega frá gráa litnum á veggnum. Myndir af stofunni eftir þessar drastísku (ha ha) breytingar eru væntanlegar. Þangað til þá, ein símamynd.

Svo að ég tali nú aðeins meira um hana Nynne, þá er hún ekki bara frábær hönnuður heldur er íbúðin hennar alveg ótrúlega falleg (og undir súð!). Ég rakst á innlit til hennar á Femina. Þetta er uppáhaldsmyndin mín úr innlitinu en með því að klikka á myndina getur þú skoðað það í heild sinni. 

Mynd eftir   Gyrithe Lemche

Mynd eftir Gyrithe Lemche

▴ mikið var ▴

Þegar ég settist niður við tölvuna í kvöld, fáránlega tilbúin í að rífa mig upp úr þessu blogg-andleysi sem hefur hrjáð mig (stundum bara er of mikið um að vera í lífinu) og stakk minniskortinu úr myndavélinni, sem geymdi fáránlega margar myndir af öllu því sem hefur gengið á hér á heimilinu undanfarinn mánuð, þá gerðist ekkert. Ekkert. Ég setti kortið aftur í myndavélina, "no memory card in camera". Ég fríka út. Það er ekker verra en að týna myndum. Djöfull er það pirrandi. Ég er hinsvegar alveg svakalega þrjósk og var alls ekki að sætta mig við að allar myndirnar væru bara horfnar. Tveimur tímum og 3 öðrum minniskortum (notuð sem varahlutir) seinna þá BAMM, "Import All?" Já takk. Hún kann ekki bara að mála, ó nei, hún kann líka að rífa minniskort í sundur, laga og sulla saman aftur. 

Þannig að ég get sýnt ykkur hvað hefur valdið því að ég hef lítið setið við tölvuna við skriftir. Framkvæmdir á framkvæmdir ofan. Það er ekki bara eitt, heldur allt. Ég er enn með blöðrur. 

Svona er ástandið búið að vera:

IMG_6391.JPG

Jább. Þar hafi þið það. Við ákváðum að mála stigaganginn. Það breyttist snögglega í brjálað múrbrot, múrun, spartl, spartl og málun. Verkinu er ekki enn alveg lokið. Ég er þó búin að svitna þyngd minni við það að mála fáránlega há stigahússloft og fá þrjár glæsilegar blöðrur. Svona til að gera þetta skemmtilegra ákváðum við líka að kaupa okkur nýjan skenk í stofuna (fáránlega löng saga reyndar, segi ykkur hana seinna) sem kallaði á að taka niður hillur, spartla í göt og mála. Afhverju þá ekki að mála bara alla stofuna í nýjum lit. Hví ekki. Að lokum, þegar við vorum að mestu búin að öllu hinu, búin að laga til og ryksuga, þá fannst okkur frábær hugmynd að pússa upp annan Børge Mogensen stólinn minn. Í miðri stofunni. Við skulum ekki einusinni ræða rykið. 

Nú er bara að skrifa ótrúlega marga og skemmtilega pósta um útkomuna úr öllu þessu amstri. Ég lofa að það verður ekki langt í næsta póst. Svo er líkar margt spennandi í pípunum. Segi ykkur frá því síðar...