▴ grænt ▴

alltergrænt.jpg

Eitt dimmt síðdegi í janúar lagði ég leið mína í Garðheima í þeim tilgangi að fjárfæsta í grænu gulli, þ.e. pottaplöntum. Ég hef aldrei, og þá meina ég aldrei, getað haldið lífið í blómum. Margoft drepið kaktusa, ég sver það. Undanfarið hef ég þó reynt af öllum krafti að halda lífi í nokkrum þykkblöðungum enda með því fallegasta sem ég veit.

Þessir heilluðu mig í Los Angeles í haust. 

Þessir heilluðu mig í Los Angeles í haust. 

Það hefur gengið svona upp og ofan. Hef því miður murkað lífið úr nokkrum en alltaf staðið upp aftur og keypt nýjan í staðinn. Það kveikti hjá mér smá bakteríu og eitt og eitt blóm hefur verið að laumast inn til mín í vetur. Hjalti hefur samt enn yfirumsjón með vökvun og aðhlynningu, meðan ég er að reyna að fá græna fingur. 

Þetta er greyið sem hefur lifað lengst. Nýverið tók hann mjög undarlegan vaxtarkipp.

þykkb2.jpg

Þetta krútt tók nýlega við af öðru kaktusakrútti sem gafst upp á mér. Hvort að það var fyrir ofvökvun eða ofþurk veit ég ekki. 

Allavegana, ég var víst að tala um að ég hafi farið í Garðheima, svo fór ég bara eitthvað að blaðra. Það voru pottablómadagar hjá þeim og 20% afsláttur af öllum blómum, jeijj. Ég fór og hamstraði. Bróður mínum, sem var píndur með, fannst ekkert rosalega gaman. Ég var lengi. 

blóm.jpg

Ótrúlega mikið af fallegum blómum! Ég var sérstaklega hrifin af grænu bauna blóminu. Það heitir pottþétt Ora. Ég endaði á að kaupa mér tvö blóm og einn kaktus. 

Fyrra blómið fékk stofugluggann. Það kúrir þar alsælt í janúarbirtunni og bíður vors. Stundum fá hin blómin að koma í heimsókn í sólina.

blomgluggi.jpg

Seinna blómið, sem heitir piparskott á heima inni á baði. Í nýrri hillu. Hún er svo ný að hún var ekki einusinni komin upp á vegg þegar við tókum myndirnar af baðinu um daginn. En hér er hún og blómið. Vonandi, með tímanum, á skottið eftir að vaxa og lafa meira fram af hillunni. Það er yndislegt að hafa blóm inni á baði.

blombad.jpg