▴ fallegt á föstudegi ▴

Ég var rétt í þessu að kaupa mér tvo meitla (einn er alls ekki nóg), hlífðargleraugu, sköfu og risastóran svartan plastdall. Ég gleymdi að kaupa mér hanska. Helgin verður því heldur betur kósí. Glöggir lesendur geta mögulega getið sér til hvaða verkefni bíður mín en fyrir ykkur hin þá ætla ég að ráðast á flísarnar á baðherbergisgólfinu ekki seinna en í kvöld. Vonandi losna þær frekar auðveldlega af, vonandi stórslasa ég mig ekki og vonandi verður hægt að setja fyrstu flísarnar niður á sunnudagskvöldið. Íííík, spennandi.

Það er sem sagt mikið að gerast undir súðinni en þeir sem að fylgjast með mér á Instagram  hafa fengið smá sneak peek á skrifstofuframkvæmdirnar. Ég lofa, það er stutt í risa póst um það allt saman. Langar bara að klára smá fíneseringar fyrst, hengja upp ljós og eins og eina eða tvær myndir. 

Fyrir ykkur, sem vonandi eruð að fara inn í ljúfa og rólega kósí helgi, er enn ein svefnherbergismyndin. 

Góða helgi! 

 

Mynd frá  Residence Magazine …  The styling was the work of Annika Kampmann, and photographed by Karl Andersson.  

Mynd frá Residence Magazine…  The styling was the work of Annika Kampmann, and photographed by Karl Andersson.