▴ nýr sófi ▴

Ég keypti gamla sófann minn á Barnalandi árið 2007 fyrir heilar 7000 kr. Hann var mjúkur, ljúfur og tryggur vinur. Það var gott að borða í honum, liggja í honum, sitja í honum og skrifa ritgerðir í honum. Hinsvegar eftir 5 og hálft ár af stöðugri notkun var rassafarið mitt bara orðið of áberandi í honum.

IMAG2692.jpg

Mig langaði í gráan sófa, 3ja sæta, ekki með tungu (það passar ekki alveg í stofuna) og helst stunginn. Gekk leitin vel? Nei. Í fyrsta lagi virðist vera rosalega erfitt að finna stungna stófa á Íslandi, allavegana eins og ég hafði í huga. 

Í öðru lagi fannst mér öll gráu áklæðin sem að ég sá of dökk eða of ljós já eða með of miklum brúnum tón. 

Höfuðverkur.

Þegar verst lét þá var ég farin að íhuga að panta sófa af netinu (Crate & Barrel sendir til Íslands btw.), sendingarkostnaðurinn yrði örugglega ekkert það mikill? Eða kannski jú. Klikkuð pía.

Loksins fann ég þó rétta sófann. Ég sá hann í Habitat rétt fyrir jól og svo þegar ég kom aftur í janúar var hann á útsölu, húrra! Það var bara eitt stykki eftir svo að ég varð að ákveða mig á staðnum. Sem var eins gott, annars hefði ég örugglega byrjað að efast um val mitt og sæti núna ennþá í gamla sófanum mínum, sokkin vel ofan í rassafarið.

Sófinn heitir Chester og fæst í hinum ýmsu stærðum og gerðum. Minn er þriggja sæta með dökkgráu ofnu áklæði sem ég held að fáist ekki lengur. Hann er reyndar ekki stunginn en ég varð bara að fórna einhverju.

aklaedi.jpg
sofi2.jpg

Taaadaaa, nýr sófi! Mig langar reyndar til þess að skipta um fætur á honum. Held að það myndi létta mjög mikið yfir sófanum og stofunni allri ef að þær væru ljósar. Veit einhver hvort að fæturnir frá Superfront passa undir sófa frá öðrum framleiðendum en IKEA?

sófi.jpg