▴ innblástur fyrir skrifstofuna ▴

Það er svo langt síðan að ég bloggaði síðast að ég ákvað að sleppa ▴ fallegt á föstudegi ▴ og fara beint í smá skrifstofuhugleiðingar.

Það er búið að vera brjálað að gera á heimilinu síðustu tvær vikur. Tvö herbergi hafa fengið algjöra  yfirhalningu, ótrúlega gaman en ég hlakka til að eiga rólega helgi þar sem ég þarf bara að bletta smá og hengja upp þrjár myndir. Ekkert ryk, engir meitlar og engin fúga!

Fyrra herbergið sem að við tókum í gegn var gamla herbergið hans Egils sem er núna orðið skrifstofa og gestaherbergi. Ég var búin að lofa feitum pósti um breytingarnar en við erum ennþá að bíða eftir réttum snúrum í ljósin sem við ætlum að hengja upp og við getum ekki hengt upp myndir fyrr en ljósin eru komin upp... vandræði. Ég er því ekki búin að taka myndir sem eru birtingarhæfar eeeeen ég tók saman fullt af myndum sem veittu okkur innblástur fyrir herbergið. Ég náði líka að fá Hjalta til að nota Pinterest og þar sem að þetta verður að mestu leyti hans skrifstofa þá fékk hann að hafa úrslitaatkvæðið um útlitið. Reyndar vorum við voða sammála svo að þetta gekk vel fyrir sig... 

This office space has been styled by Nina Hoist of Norwegian interior blog  Stylizimo  in collaboration with Danish brand  Ferm Living . 

This office space has been styled by Nina Hoist of Norwegian interior blog Stylizimo in collaboration with Danish brand Ferm Living

Smá teaser á Instagram fyrir þá sem bara geta ekki beðið.