▴ BAÐIÐ ▴

Það er komið að  því. Baðið er tilbúið. Það er búið að taka af því myndir. Síðasti naglinn var nelgdur í vegginn í gær um það bil 3 sekúndum áður en fyrsta myndin var tekin. 

Fyrst smá upprifjun. Svona leit baðherbergið út þegar ég flutti inn. Ekki svo slæmt myndi einhver líklega einhver hugsa en eftir að hafa búið hérna í smá tíma þá fengum við mjög mikla leið á panelnum í loftinu og vaskaskápurinn var einstaklega illa hannaður. Eina sem hann gerði (utan við að geyma vaskinn) var að taka pláss án þess að í honum væri nokkurt geymslupláss og hægt og rólega flagna og fara í taugarnar á mér. 

tumblr_lj7ewryLS11qgux35.jpg

Svo máluðum við loftið og veggina. Þá leit þetta einhvern veginn svona út. 

bad1.jpg

Svo var brotið og flísalagt, flísalagt og flísalagt. Þeir sem eru búnir að gleyma eða bara hafa gaman af því að skoða myndir af flísalögn, ýtið hér

IMG_3936.jpg

Við létum þó ekki þar við sitja. Fólk þarf vatn. Fólk þarf að geta tannburstað sig. Fólk þarf vask. Þvottavél, handklæði og allskonar drasl. Við keyptum okkur hinn sívinsæla GODMORGON vaskaskáp frá IKEA, BRÅVIKEN vask og LUNDSKÄR blöndunartæki. Fyrst hafði ég hugsað mér að gera þetta í tveimur áföndum, svona aðeins að reyna að hugsa um fjármálin, en svo var frekar mikil rökleysa að bogra við að flísaleggja undir gamla vaskaskápinn og þurfa svo að rífa allt upp aftur þegar ég tímdi að kaupa mér vask. Vinnuaflið var líka til taks, mjög nauðsynlegur hluti af þessu öllu saman. Ég kann ekki að tengja vatnslás og hengja upp IKEA skáp án þess að lesa leiðbeiningarnar. Það kann hinsegar bróðir minn af ástæðum mér ókunnum. 

Nú held ég að það sé ekki eftir neinu að bíða. Ég ætla að leyfa myndunum að tala. 

IMG_0295.jpg
IMG_0309.jpg
IMG_0328.jpg
IMG_0340.jpg
IMG_0331.jpg
IMG_0312.jpg
IMG_0360.jpg

Ég hef áður sagt það, og segi það enn, það er mjög erfitt að taka eins fyrir og eftir mynd. Í hita leiksins á þetta alveg til að gleymast. Hér kemur okkar besta tilraun. Ég segi okkar, því það má víst ekki gleymast að þakka elskulegum ástmanni fyrir að taka myndirnar fyrir mig. Eins bróður fyrir að lána okkur nýju myndavélina sína sem gerði þetta allt saman mögulegt í janúar myrkrinu (þetta var í alvöru talað svona eins klukkutíma gluggi sem myndatakan var möguleg). Án ykkar væri ég ekkert, Ást.

fyrirogeftirbad.jpg