▴ mikið var ▴

Þegar ég settist niður við tölvuna í kvöld, fáránlega tilbúin í að rífa mig upp úr þessu blogg-andleysi sem hefur hrjáð mig (stundum bara er of mikið um að vera í lífinu) og stakk minniskortinu úr myndavélinni, sem geymdi fáránlega margar myndir af öllu því sem hefur gengið á hér á heimilinu undanfarinn mánuð, þá gerðist ekkert. Ekkert. Ég setti kortið aftur í myndavélina, "no memory card in camera". Ég fríka út. Það er ekker verra en að týna myndum. Djöfull er það pirrandi. Ég er hinsvegar alveg svakalega þrjósk og var alls ekki að sætta mig við að allar myndirnar væru bara horfnar. Tveimur tímum og 3 öðrum minniskortum (notuð sem varahlutir) seinna þá BAMM, "Import All?" Já takk. Hún kann ekki bara að mála, ó nei, hún kann líka að rífa minniskort í sundur, laga og sulla saman aftur. 

Þannig að ég get sýnt ykkur hvað hefur valdið því að ég hef lítið setið við tölvuna við skriftir. Framkvæmdir á framkvæmdir ofan. Það er ekki bara eitt, heldur allt. Ég er enn með blöðrur. 

Svona er ástandið búið að vera:

IMG_6391.JPG

Jább. Þar hafi þið það. Við ákváðum að mála stigaganginn. Það breyttist snögglega í brjálað múrbrot, múrun, spartl, spartl og málun. Verkinu er ekki enn alveg lokið. Ég er þó búin að svitna þyngd minni við það að mála fáránlega há stigahússloft og fá þrjár glæsilegar blöðrur. Svona til að gera þetta skemmtilegra ákváðum við líka að kaupa okkur nýjan skenk í stofuna (fáránlega löng saga reyndar, segi ykkur hana seinna) sem kallaði á að taka niður hillur, spartla í göt og mála. Afhverju þá ekki að mála bara alla stofuna í nýjum lit. Hví ekki. Að lokum, þegar við vorum að mestu búin að öllu hinu, búin að laga til og ryksuga, þá fannst okkur frábær hugmynd að pússa upp annan Børge Mogensen stólinn minn. Í miðri stofunni. Við skulum ekki einusinni ræða rykið. 

Nú er bara að skrifa ótrúlega marga og skemmtilega pósta um útkomuna úr öllu þessu amstri. Ég lofa að það verður ekki langt í næsta póst. Svo er líkar margt spennandi í pípunum. Segi ykkur frá því síðar...