▴ nýtt útlit ▴

Á föstudagskvöldum, þegar ég er búin að borða pizzu og horfa á Útsvar, (og ef ég er ekki sofnuð) þá tekur við hið æsispennandi líf bloggandi 28 ára konu. Það fellst í því annað hvort að brjóta upp flísar eða, líkt og í gær, eyða öllu kvöldinu í að útfæra nýtt útlit fyrir síðuna sína. 

Ef þið horfið vel í kringum ykkur ættu þið að sjá ýmsar breytingar enda er umhverfið allt orðið mun veglegra. Gamla útlitið stendur enn fyrir sínu en það var hætt að þjóna öllum þeim þörfum sem vaxandi og dafnandi blog hefur. Ég er mjög líklega komin með mikilmennskubrjálæði eftr fjölda heimsókna á bað póstinn í síðustu viku. Facebook síða OG nýtt útlit. Sjaldan er ein báran stök. 

Helstu breytingarnar/nýjungarnar:

  • Nú er hægt að leita á síðunni í þar til gerðum search kassa á hægri spássíunni. 
  • Það er hægri spássía.
  • Hver póstur verður flokkaður í flokka (ha ha) og hægt er að skoða pósta sem tilheyra hverjum flokki fyrir sig. Sjá hægri spássíu (þessi spássía sko).
  • Nýjustu Instagram myndirnar mínar birtast í þar til gerðu grid-i, einnig á hægri spássíu. 
  • Að lokum er þetta líka bara miklu fallegra en gamla útlitið. Batnandi bloggum er best að lifa. 

Þar sem þetta var gert í hálfgerðu bríeríi í nótt þá eru allar ábendingar um það sem mætti betur fara vel þegnar. Þá biðst ég fyrirfram fyrirgefningar á þv´að ég er ekki búin að fara í gegnum alla gömlu póstana og flokka þá. Það mun koma hægt og rólega. Flokka flokkunin (ha ha) mun því þróast og verða betri með tíð og tíma. Yfir og út.