▴Nynne Rosenvinge▴

Eins og þeir sem fylgjast með mér á Instagram vita þá erum við (ok, Hjalti) búin að mála stofuna okkar gráa (omg litur á veggina, það er alveg nýtt fyrir mér (já, grár er litur)). Við eigum mjög mikið að myndum og pósterum sem eru hvít í grunninn og almennt frekar litlaus þannig að þau sáust eiginlega ekki á hvítum veggjum. Þannig að grátt var það gæskan. 

Til þess að bæta enn í safnið af nánast litlausum listaverkum þá keypti ég mér veggspjald eftir hina hæfileikaríku Nynne Rosenvinge í Snúrunni. Snúran fyrir þá sem ekki vita er ný íslensk vefverslun sem opnar á morgun! Ég var svo óþreyjufull að ég fékk að sækja veggspjaldið fyrir formlega opnun. Frábær þjónusta. 

Mynd fengin frá Etsy síðu Nynne Rosenvinge

Mynd fengin frá Etsy síðu Nynne Rosenvinge

Nynne gerir allskonar fallegar myndir, mæli með því að þið skoði síðunna hennar. 

Veggspjaldið er í stærðinni A3 og það getur verið ansi snúið að finna ramma sem passa fyrir A3. Ég fór í Rammastúdíóið í Ármúla og fann þar stóran hvítan ramma. Hann var ekki sniðinn fyrir A3 en þau buðust til að skera fyrir mig karton sem passaði akkurat fyrir myndina. Á staðnum, klukkan fimm mínútur í lokun á laugardegi. Mæli með þeim. Annað, er það eitthvað djók hvað Ármúlinn er mikil snilld? Pottþétt uppáhalds gatan mín. 

Í framtíðinni er ætlunin að setja upp fallegan myndavegg á veggnum hliðina á sjónvarpinu, en eins og allir vita þá tekur það að meðaltali 2,3 ár að hengja upp myndir þannig að þangað til þá, þá fær myndin mín fallega að sitja á hillunni hinu megin í stofunni. Sker sig fallega frá gráa litnum á veggnum. Myndir af stofunni eftir þessar drastísku (ha ha) breytingar eru væntanlegar. Þangað til þá, ein símamynd.

Svo að ég tali nú aðeins meira um hana Nynne, þá er hún ekki bara frábær hönnuður heldur er íbúðin hennar alveg ótrúlega falleg (og undir súð!). Ég rakst á innlit til hennar á Femina. Þetta er uppáhaldsmyndin mín úr innlitinu en með því að klikka á myndina getur þú skoðað það í heild sinni. 

Mynd eftir   Gyrithe Lemche

Mynd eftir Gyrithe Lemche