▴ uppáhalds ▴

Gleðilegt ár kæru lesendur! Ég hef verið að dunda mér við að búa til nýja flipa hér að ofan sem heitir BLOGROLLÞar er að finna lista yfir þau blogg sem ég held mest upp á og les reglulega. Ég hvet ykkur til að týnast í listanum og njóta þess sem fyrir augu ber. 

Ég get hinsvegar ekki staðist að kynna fyrir ykkur þrjá uppáhalds bloggarana mína og yndislegu heimilin þeirra. Klikkaðu á myndirnar til þess að lesa póstana sem fylgja!

D16.jpg

Anna er bókakápuhönnuður frá New York. Hún býr til skiptis í leiguíbúð í Brooklyn og húsi sem hún og maðurinn hennar keyptu í Newburgh, New York, árið 2006.

Anna er líka snillingur í flestu sem hún gerir. Sjálfsmyndum jafnt sem að gera upp heimilin sín á einstaklega smekklegan hátt. Svo er hún líka skemmtileg (ég þekki hana samt ekki persónulega, eins mikið og ég væri til í það, ég er bara venjulegur internet eltihrellir). 

Riikka er finnskur ljósmyndari og hönnuður. Heimilið hennar er ótrúlega fallegt og hún er uppfull af skemmtilegum DIY hugmyndum og ég get ekki einu sinni byrjað að tala um hvað barnaherbergin hjá henni eru fín. Svo er hún er líka með heiðarlegri bloggurum. 

Já og svo er hún nýbúin að gefa út bók

Ó Daniel ó Daniel. Ég bíð alltaf með öndina í hálsinum eftir nýju bloggi frá honum. Hann er, síðan ég fór að lesa bloggið hans, gert upp tvær leiguíbúðir, eina á Manhattan, sbr. nafnið, og aðra í Brooklyn, þar sem hann býr núna. En ekki nóg með það, hann og kærastinn hans eru líka nýbúinir að kaupa sér hús (heilt, risastórt, eldgamalt hús) í Kingston, New York (hann og Anna eiga það sameiginlegt, þau eru líka vinir og ég vildi óska að þau væru vinir mínir).  

Allt sem hann snertir virðist breytast í gull (innanhúshönnunargull, sem er besta gullið) og hann er vanur að gera allt fyrir eins lítin pening og mögulegt er. 

Ég hef mögulega stolið um hundrað hugmyndum frá honum og á honum allt að þakka hvað varðar svarta veggi, þá sérstaklega á baðherbergjum