▴ kampavín og túlipanar ▴

 Ég flutti inn 1. apríl 2011. Hér eru nokkrar myndir frá deginum og af íbúðinni eins og hún var þegar ég fékk hana afhenta. Áður en að við tókum til hendinni við að mála var skálað í smá bubbly. 

tumblr_lj7eqa1DDh1qgux35.jpg
tumblr_lj7f0xD89l1qgux35.jpg
tumblr_lj7eoy4Y3E1qgux35.jpg

Loftið í stofunni var panellagt og ómálað. Að mála loftið hvítt var nr. 1, 2 og 3 á to do listanum. Þú getur séð allt um lofið hér.

tumblr_lj7esouJq21qgux35.jpg

Eldhúsið er sá hluti íbúðarinnar sem er mest undir súð. Það er líka sá hluti íbúðarinnar sem ég er síst ánægð með. Það er líka sá hluti íbúðarinnar sem er dýrast að laga og ein framkvæmd kallar á aðra og svo framvegis og svo framvegis, þannig að það er nokkurnvegin eins núna, rúmum tveimur árum seinna. Hausinn á mér er hinsvegar að springa af hugmyndum um hvað ég gerti gert til að bæta eldhúsið til muna.  

tumblr_lj7euhFBsJ1qgux35.jpg
tumblr_lj7ewryLS11qgux35.jpg

Baðherbergið í öllu sínu veldi. Þó að þetta herbergi hafi verið það sem að mér fannst einna fínast í íbúðinni þá held ég samt að það sé það herbergi sem að búið er að breytast mest og það er skemmtihelgið við flísalögn fyrirhuguð í september, mjög spennandi allt saman.