▴ stofuloftið ▴

Eins og ég sagði þá var það fyrsta sem við gerðum að mála loftið í stofunni. Allt annað líf.

tumblr_ljcvjvPQGy1qgux35.jpg
tumblr_ljcvmfiqGW1qgux35.jpg

 Þetta er Axel, húskötturinn okkar. Hann málar fyrir mat.

tumblr_ljcvxkRpwx1qgux35.jpg

Málarinn var búinn að segja við þyrfum að grunna eina umferð og líklega mála tvær umferðir yfir hann. Hann reyndist hafa rétt fyrir sér. 

Við notuðum blandaðan alkýðolíu og akrílgrunn á loftið, Interiør grunnmálning frá Flügger.

tumblr_ljcyw7E5Pb1qgux35.jpg

Eftir grunnumferðina tókum við listana niður, sáum fram á að það kæmi mun betur út að mála alveg undir listann og mála þá sér (ég fékk það verkefni, enda þarf maður ekki mikla líkamsburði til að sitja á gólfinu og mála loftlista)

Á myndinni hér að ofan geta glögg augu séð muninn á bara grunni og grunni + ein umferð af málningu. 

tumblr_ljcz0zkkfF1qgux35.jpg

Á loftið notuðum við Flutex 2S plastmálningu frá Flügger. Það fóru ekki nema 5 lítrar í báðar umferðirnar og nægur afgangur í næstu framkvæmdir. 

Við náðum að grunna og mála eina umferð daginn sem að ég fékk afhent, auk þess að við rúlluðum létt yfir veggina í stofunni og herbergjunum. Seinasta umferðin varð að bíða þar til daginn eftir enda allir orðnir þreyttir og langur dagur framundan. 

Rétt áður en að flutningabíllinn rann í hlaðið var síðustu málningunni slett á loftið og listarnir settir upp aftur. Fullkomnunarsinninn faðir minn tók svo ekki annað í mál en að kíttað væri meðfram öllum listum og ofan í öll naglaför (og málað eina umferð á listana í lokin). Það gerði gæfu muninn. Í öllum hamaganginum misfórst þó að ná myndum af loftinu áður en að kíttisprautan fór á loft svo að þið verðið bara að trúa mér þegar ég segi að það skipti sköpum. 

tumblr_ljcx89VInk1qgux35.jpg

Þetta er best “eftir” myndin sem náðist af loftinu í flutningunum. Ég á mögulega einhverjar betri en þær verða að bíða betri tíma. 

 

tumblr_ljcxciCWau1qgux35.jpg

Það reyndar glittir í fallega loftið mitt á þessari mynd svona ef að manni tekst hið ómögulega, að taka augun af bangsa Baldri sem er fallegri en nokkurt loft, líka þegar hann grætur.