▴ japan ▴

Ég hef alltaf verið einstaklega hrifin af japanskri hönnun, já eða bara öllu japönsku (sushi einhver?) Þeir gera hlutina á svo ótrúlega einfaldan hátt en samt með svo mikilli hlýju. Beinar línur, opin rými, fallegur viður, rimlar, rennihurðir og birta. 

Allt þetta er að finna á heimili Marike Hirasawa, teiknara sem býr i Tokyo. Veftímaritið LIFECYCLING (ég mæli með að eyða svona 2 tímum í að skoða alla síðuna) fjallaði nýverið um Hirasawa en þó aðalega húsið hennar. Ég varð hreinlega að deila því með ykkur. Sjá þessa fegurð! Pant búa svona þegar ég verð stór. 

Allar myndirnar eru eftir Mai Kise og fengnar af síðunni ideelifecycling.com