▴ off the grid ▴

Undanfarið hef ég verið sjúk í allt rúðustrikað eða það sem er kallað grid á ensku, sama í hvaða formi það birtist. Samkvæmt Snöru þýðist grid sem rúðunet eða hnitanet, hvorugt orðið er voðalega þjált svo að ég ælta að leyfa mér að sletta og notast við orðið grid þegar það á betur við en rúðustrikað. Ef einhver er með betri uppástungu á þýðingu þá má sá hinn sami stíga fram. 

Allavegana, þau eru allstaðar, allt frá flísum og yfir í sænguver, og ég fæ ekki nóg. Freud myndi líklega segja að það væri vegna ómeðvitaðra tilfinninga minna í garð A4 reikningsstilabóka frá menntaskólaárunum. Ég vil meina að það sé bara út af því allt sem fylgir rúðustrikun (þetta hljómar hálf kjánalega) er fallegt, stílhreint, skipulagt og beint. 

Hér er smá samsafn af myndum þar sem rúðustrik/grid birtist í hinum ýmsu formum, þó oftar en ekki í físum (ef þið voruð ekki búin að fatta það þá elska ég flísar).

 

Mynd fengin frá  Stadshem 

Mynd fengin frá Stadshem 

Mynd eftir  Marcus Lawett  - fengin frá  Residence    

Mynd eftir Marcus Lawett - fengin frá Residence
 

Mynd fengin frá  House and Hold

Mynd fengin frá House and Hold


Mynd fengin frá  The Block

Mynd fengin frá The Block

Endilega kíkiði á Pinterest síðuna mína, þar bjó ég til sérstakt board tileinkað öllu rúðustrikuðu!