▴ hilluhöfuðverkur ▴

Á sunnudaginn var Hjalti í dugnaðarkasti (á meðan lá ég eins og skata og horfði á lélegt sjónvarp) og  hengdi upp hillur inni í skrifstofuherbergi. Það eru örugglega 3 mánuðir síðan við keyptum efnið í hillurnar sjálfar og 2 ár síðan ég keypti hilluberana (þeir voru á útsölu sjáiði til, borgar sig alltaf að vera framsýnn) en einhvernvegin höfðum við ekki komið okkur í það að hengja þær upp. Eitthvað spilaði inn í að frúin á heimilinu gat ekki ákveðið hvar þær áttu að vera nákvæmlega. 10 cm í þessa átt eða hina geta skipt öllu máli og krefjast gríðarlegrar umhugsunar sjáiði til.

Allavegana. Hjalti hengdi upp hillur. Ég lá uppi í sófa. Í kvöld var svo ekki lengur frá því flúið að setja eitthvað í blessaðar hillurnar, það var víst mitt verkefni. Amen og eilífðin hvað þetta er að vefjast fyrir mér. Þannig er mál með vexti að það var ekkert sérstakt sem átti að fara í þessar hillur heldur eru þær bara kærkomið auka geymslupláss og mig langaði til þess að halda þeim frekar léttum. Hugsunin var því að taka eitthvað af bókum og dóti sem hefur verið í hillunum frammi í stofu og færa inn. Þessar tilfæringar kalla hinsvegar á endurröðun á ansi mörgum stöðum og miklar pælingar (vissuði að það er hægt að googla: how to style a shelf?) og þetta er alveg að fara með mig. Bætir svo enn á höfuðverkinn að vonandi, vonandi, í lok janúar fáum við nýjan skenk í stofuna sem þýðir að við þurfum að taka hansahillurnar niður og þá þarf að fnna pláss fyrir það sem þar er.

Fyrir forvitna þá eru umræddar hillur svona, bæði þessar nýju í skrifstofuherberginu og þessar gömlu í stofunni, þær eru eitthvað svo stílhreinar en á sama tíma skemmtilegar að mig langar til þess að setja þær út um allt. Hilluberarnir eru úr IKEA en hillurnar sjálfar eru úr Bauhaus. Á þessari mynd rétt sést í þessar sem eru í stofunni, eins og þær voru fyrir tæpu ári síðan.  Sem minnir mig á, Darri, okkur vantar nýtt dagatal!

428196_10152466031385302_2126271479_n.jpg

Ég hugsa að ég láti endanlega uppröðun (með endanlegri meina ég auðvitað að ég mun breyta þessu aftur innan örfárra mánaða) bíða þangað til mynd er komin á stofuna en þangað til þá er í lófa lagt að verða sér út um smá innblástur því ekki verður þetta auðvelt verk. 

Mynd fengin frá  Weekday Carnival

Mynd fengin frá Weekday Carnival

Mynd fengin frá  Weekday Carnival

Mynd fengin frá Weekday Carnival

Mynd fengin frá  Weekday Carnival

Mynd fengin frá Weekday Carnival

Mynd fengin frá   Weekday Carnival

Mynd fengin frá Weekday Carnival

Mynd fengin frá  Lightly

Mynd fengin frá Lightly

Mynd fengin frá  Weekday Carnival

Mynd fengin frá Weekday Carnival

Mynd fengin frá  Weekday Carnival

Mynd fengin frá Weekday Carnival

Ég þarf kannski bara að fá mér fleiri plöntur og þá gera tilraun til þess að halda í þeim lífinu út veturinn (frekar ólíklegt ef marka má söguna en það má reyna). Græni liturinn virðist gera allt fallegt á þessum myndum. Annars ætti ég bara að biðja frú Weekday Carnival til þess að gera þetta fyrir mig, alveg ósjálfrátt eru þetta næstum bara myndir frá henni hérna fyrir ofan. Hillustílistacrush? Ég held það. 

Fleiri myndir af fallegum hillum má sjá hér!