▴ aðventan ▴

Elskulegu lesendur. Það sem mér finnst leiðinlegt að hafa ekki haft tíma til þess að sinna bloggstörfum síðasta mánuðinn. Það er búið að vera brjálað að í vinnunni hjá mér og þessar örfáu stundir inn á milli fara í að sofa. 

Um síðustu helgi náði ég þó að eiga einn yndislegan jóladag með uppáhalds stelpunum mínum. Ég skreytti allt á mettíma þar sem ég sá ekki fram að vera mikið meira heima í desember, bakaði sörur og bauð í boð. Þar sem að daginn bar upp á fyrsta í aðventu þá varð líka til smá aðventukrans.

NX8P1785.jpg
NX8P1789.jpg
1471172_10153534465520302_541503183_n.jpg
733853_10153534397710302_1562754079_n.jpg
NX8P1770.jpg

Ég skulda ennþá myndir af baðherberginu eftir að allt small saman en það er eiginlega bara ekki hægt að taka nógu góðar myndir á þessum tíma árs. Hér er ekkert nema myrkur. Ég lofa að bæta úr um leið og sól fer hækkandi (hey, 22. desember, ég bíð eftir þér).