▴ Innblástur fyrir baðherbergið ▴

Þrátt fyrir að baðherbergið í íbúðinni hafi verið mjög fínt þá er samt gaman að láta sig dreyma...

 

Svartar hexagonal flísar, mynd tekin frá  Oscar Properties

Svartar hexagonal flísar, mynd tekin frá Oscar Properties

37eaba3f1927374568c7430ff5b67bdb.jpg

Hvítar subway flísar og svartar hexagonal flísar á gólfið. Mynd frá Tess Bethune.

Mynd frá Logan Hendrickson / onefortythree

Hann gerir líka frábæra lampa 

 Niðurstaðan er einhvernvegin svona, svartar sexhyrnar flísar á gólfið. nýr vaskaskápur og vaskur frá IKEA, furuhillur. svartir veggir og hvítt loft. Ég get ekki alveg ákveðið mig með blöndunartæki, hvít, svört eða króm?

1) La Lampe Grasse - model 304 

2) Jamie Young White Leather Strap Round Mirror

3) Svartar hexagonal flísar

4) Furuhillur  

5) Svartir mattir veggir

 

Eins og staðan er núna erum við búin að mála loftið og veggina. Fólk hafði áhyggjur af því hvort að ég væri þunglynd þegar ég lýsti því yfir að ég ætlaði að mála veggina svarta en útkoman var frábær en meira um það síðar.

Núna er bara beðið eftir því að pabbi hafi tíma til að hjálpa til við flísalögnina. Ég hef aldrei flísalagt áður en ég ætla að nýta tækifærið og læra það. Enginn betri til að læra af en pabbi. 

Ein ótrúlega falleg mynd í lokin. Þetta er baðherbergið í húsinu þar sem Ingrid Bergman átti heima.  Hér er hægt að skoða fleiri myndir af húsinu.