▴ Heath Ceramics▴

Ein af búðunum sem að ég fór heimsótti í Los Angeles var Heath Ceramics. Ég er búin að vera fáránlega skotin þessum framleiðanda lengi og lagði á mig eins og hálftíma strætóferð til þess að komast í búðina, reyndar með smá viðkomu í Crate & Barrel, Sur La Table og Madwell OG ég sá Hollywood skiltið á leiðinni. Algjörlega þess virði sem sagt. 

photo 1.JPG

Edith Heath stofnaði Heath Ceramics árið 1948. Hún hafði mikla árstríðu fyrir keramiki og stuðlaði að miklum framförum í þróun leirs og glerunga. Vörurnar hennar voru hannaðar með það í fyrirrúmi að spara orku en því náði hún fram með að þróa aðferð sem gerði það að verkum að aðeins þurfti að brenna leirinn einu sinni og á mun lægri hita heldur en venjulega. Útkoman voru einfaldar og endingargóðar vörur.

 


 

Ég held að ég hafi fyrst rekist á síðuna þeirra þegar ég var að skoða flísar en árið 2010 komu á markaðinn flísar frá þeim undir merkinu Dwell Patterns. Þessi frábærlega fallega flísalína var afrakstur samstarfs milli Heath Ceramics og Dwell Magazine en bæði fyrirtækin eiga rætur sínar að rekja til Kaliforníu og aðhyllast módernisma og sjálfbæra hönnun. Sagan af því hvernig samstarfið kom til er ansi skemmtileg og þeir sem hafa áhuga geta lesið nánar um hana hér.

Flísalínan samanstendur af þremur mismunandi flísum, tígli, hálfur sexhyrningi og breiðum sexhyrningi. Hverja flís er hægt að fá í mörgum mismunandi litum og þannig er hægt að myndi hin ýmsu mynstur

 

Ég hefði getað keypt hálfa búðina en endaði með einn vasa (keypti reyndar næst stærsta, yfirvigt hvað?) og eitt latte glas í pokanum.   Set inn myndir af því seinna, ekki búin að vera nógu góð birta til þess að mynda almennilega eftir að ég kom heim. Ég tók nokkrar myndir í búðinni, gæðin eru nú reyndar ekkert svakaleg þar sem að ég hélt á um það bil fimm pokum, sbr. upptalninguna hér að ofan. 

photo 2.JPG
photo 4-1.JPG
photo 2-1.JPG
photo 4.JPG
photo 1-1.JPG
photo 2-2.JPG
photo 3-1.JPG
photo 1-2.JPG
photo 3.JPG