▴ púðavalkvíði ▴

Eftir að ég fékk mér nýjan sófa þá hef ég verið sjúk í púða. Eða nei, sjúkari í púða en nokkru sinni fyrr, ef það er á annað borð möguleiki.

Society6 er síða þar sem listamenn geta selt listaverkin sín, hvort sem það er á prenti, púða, símahulstri, bol eða tösku. Úrvalið er endalaust. Ég mæli ekki með því að klikka á linkinn nema þú hafir a.m.k. tvo klukkutíma til að eyða föst/fastur við tölvuna. 

Þetta eru þeir púðar sem að mig langar mest í akkurat núna, mjög líklegt að það breytist á morgun og aftur á hinn. Hvað finnst ykkur? Kannski bara splæsa í þá alla? Vantar mann ekki alltaf púða?