▴ Stofan 1/2▴

Skemmtilegar fréttir! UNDIR SÚÐ verður í smá innliti í sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. Það voru teknar myndir hér hátt og lágt í dag og ég hlakka mjög til þess að sjá útkomuna. Mæli með að allir næli sér í blaðið.

Þessi heimsókn minnti mig á að ég var aldrei búin að sýna ykkur myndir úr stofunni minni sem ég tók sama dag og Hús og híbýli komu við. Ég get því eiginlega ekki leyft ykkur að sjá stofuna eins og hún er eftir breytingarnar fyrr en að þið eruð búin að sjá hvernig hún var fyrir þær. Þannig að. Hér kemur þetta. Svo fái þið að sjá nýju myndirnar í næstu viku með smá forskoti á sunnudaginn.

Sjáiði fínu myndina okkar á veggnum? Nei, hélt einmitt ekki.

IMG_6164.jpg

Sótið á veggjunum er hinsvegar einstaklega áberandi. Lausnin? Mála yfir það.

IMG_6265.jpg